Góðan dag mig langaði svo að spyrja nú er ég búin að fá sveppasýkingu og búin með meðferð við því af allskonar tagi og ég finn ekkert fyrir henni lengur nema núna er ég svona aum í slímhúðinni og við nudd og svona þá myndast svona hvít korn ekki eitthvað sem kemur úr útferðinni beint held ég en kemur pínu út eins og maður væri með flösu en þetta er bara á kynfærasvæðinu. Ég geri mér ekki grein fyrir því er þetta sveppasýking ennþá eða gæti þetta verið annað ?
Kveðja Ein alveg týnd
Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina Það er alveg möguleiki á að meðferðin sem þú varst á dugði ekki til, og að sveppasýkingin sé enn viðvarandi með vægari einkennum. Hins vegar getur líka verið að þurrkur og eymsli séu eftirköst af sýkingunni. Hér er gott að skoða hvenær þú hættir meðferð og hvaða þættir í þínu umhverfi og venjum gætu verið að valda eða viðhalda henni.
Ég hvet þig til að fara til læknis til að ganga úr skugga að sýkingin haldi ekki áfram og að þú fáir rétta meðferð.
Hér: https://doktor.is/sjukdomur/sveppasyking getur þú lesið frekari upplýsingar um sveppasýkingar.
Gangi þér vel,
Rebekka Ásmundsdóttir
hjúkrunarfræðingur