Oxygen

Hvað þýðir að vera á Oxygen? Við hverju er Oxygen notað? Er um mjög sjúkt fólk sem er á því?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Oxygen er súrefni og þegar það er notað í lækningaskyni er það flokkað sem lyf.  Þegar fólk er veikt af ýmsum ástæðum getur verið að súrefnisupptaka í lungum sé skert eða að súrefnisþörf líkamans sé aukin.  Þá er fólki gefið súrefni með slöngu í nasir, með andlitsgrímu eða í alvarlegri veikindum og í svæfingu, með túpu niður í háls.  Súrefnið er þjappað saman á kúta og þá er hægt að gefa mun hærri styrk af súrefni en er í andrúmsloftinu.  Súrefni er gefið tímabundið,frá nokkrum klukkutímum upp í nokkra daga eða vikur í alvarlegri veikindum. Einstaka sem eru með langvinna lungnasjúkdóma þurfa lífstíðarsúrefnismeðferð  og eru þeir þá með súrefniskúta heima og litla ferðakúta til að taka með út úr húsi.  Þeirra líf er háð því að fá auka súrefni.

með kveðju,

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur