Paruresis

Hvað er íslenska orðið fyrir paruresis og er einhver lækning við því?

Sæl/ll

Paruresis er á ensku kallað shy bladder en ég finn ekkert gott íslenskt nafn yfir þetta vandamál. Það lýsir sér með þeim hætti að einstaklingur sem þjáist af þessum vanda á erfitt með að pissa annars staðar en í einrúmi heima hjá sér.

Ekki er um eiginlegan sjúkdóm að ræða, þ.e. vandinn er fyrst og fremst tengdur kvíðaröskun, og meðferðin þess vegna miðuð að því að meðhöndla kvíðann, t.d. með hugrænni atferlismeðferð.

Ef þú getur lesið ensku er ágætis umfjöllun um þetta vandamál HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur