phoriasis í húð

Er psoriasis í hársverði læknanlegur……..gæti sjúkdómurinn verið ofnæmistengdur?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Psoriasis er langvinnur bólgusjúkdómur í húð sem getur brotist fram aftur hvenær sem er ævinnar og tengist þannig ónæmiskerfi líkamans. Eitt aðaleinkenni sjúkdómsins er hröð frumuskipting í húð. Útbrotin sem af þessu skapast geta komið fram hvar sem er á líkamanum en algengast er að þau komi fram á olnbogum hnjám og í hársverði.

Sjúkdómurinn er ekki læknanlegur en oft er hægt að halda einkennum í skefjum með ýmsum ráðum, ég hvet þig til þess að lesa þessar greinar  HÉR   og HÉR sem vonandi koma þér að gagni og ráðfæra þig í framhaldi við lækni.

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur