Sæl mig langar ath geta krakkar pissað á sig án þess finna fyrir þvi
ég spyr þar sem mín 7 ára á það til gera slys
og þott hun sé heima þá fer hun ekki og skiptir um föt stundum hefur hun verið blaut i nokkra klukkutima þanga til ég fer átta mig á því og finn pissulykt
og eg spyr hana og hun horfir á mig og seigir ætla tékka á því eða hun veit það alveg og vill ekki seigja mer frá
hún átti það til gera slys eftir hun byrjaði i 1 bekk og hugsuðum hvort væri spenna og mikið gerast og tymdi ekki fara á klostið
svo hætti það er fara byrja i 3 bekk i haust og er byrjuð aftur
hún er á leikjanámskeiði nuna og er byrja aftur
er pæla hvort se eitthvað eða bara spenningur og mikið se gerast hja henni
Fyrirframm Takk og bíð eftir svari
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Það að börn missi þvag getur orsakast af ýmsum ástæðum.
Flest öll kerfi líkamans okkar stjórnast af mismunandi hormónum, en þvagrásarskerfið okkar stjórnast af miklu leiti af hormóni sem kallast Vasopressin. Vasopressin dregur úr framleiðslu þvags, og er aukning þess með hækkandi aldri lykil þáttur í því að börn læri að halda sér þurrum t.d. yfir næturnar. Ef ekki er næginleg framleiðsla af hormóninu í líkamanum fá börn ekki rétt skilaboð um þvagþörf og geta því pissað undir án þess að vita af því, algengara er þó að þetta gerist á næturnar þegar að börnin eru sofandi.
Það er ekki talið áhyggju efni að börn séu ekki komin með fulla stjórn á þvagrásarkerfi sínu um 6-7 ára aldur, en aftur á móti getur það verið vert að skoða ef börnum fer aftur í þvagstjórnun, þ.e.a.s. þau hafa lært að halda sér þurrum en byrja síðar að bleyta sig aftur.
Ný rútína, stórar breytingar í lífi barns (svosem nýtt systkini, flutningar o.fl.), breytt umhverfi, mikið álag, mikil spenna, osfrv. geta verið áhrifavaldar þegar kemur að skyndilegum og/eða auknum þvaglátum barna. En einnig er mikilvægt að skoða hvort skyndilegar breytingar á þvaglátum barna geti orsakast af líkamlegum toga. Þættir sem geta haft áhrif á skyndilegan þvagmissi hjá börnum geta td. verið
- Þvagfærasýkingar
- Hægðatregða
- Ofnæm þvagblaðra
- Sykursýki
- Kvíði / streita
- fl.
Til að útiloka og/eða greina hvað veldur ætti fyrsta skref að vera að leita til síns heimilislæknis, sem getur metið stöðuna og vonandi aðstoðað í framhaldinu.
Þar til lausn finnst er síðan mikilvægt að sýna barninu skilning, ekki nota skammir og frekar reyna að koma upp einhverskonar rútínu sem getur ýtt undir að barnið eigi auðveldara með því að komast hjá því að bleyta sig, t.d. með því að hafa reglulegar salernisferðir yfir daginn.
Kær kveðja
Erla Guðlaug Steingrímsdóttir
Hjúkrunarfræðingur