PPD húð próf

Hæ hæ maðurinn minn er frá öðru landi og var settur í PPD húðtest (berkla) test , er eðlilegt að það sé roði og húðin á þeim stað sem var sprautað sé hörð ? Hann finnur smá til en voða litið , hann er frískur en mjög stressaður yfir þessu öllu. Takk takk

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Alltaf þegar berklapróf er gert á einstaklingur að vera bókaður í aflestur á berklaprófinu 3 sólarhringum síðar.

Nú ráðlegg ég ykkur að fara þangað sem berklaprófið var gert, ef þið hafið ekki þegar gert það, og láta kíkja á þetta.

Gangi ykkur vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir