Rendur undir nöglum

Hvað geta bogadregnar fjólubláar rendur undir nöglum á höndum þýtt ?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.

Erfitt getur verið að taka ákvarðanir út frá fyrirspurnni hvers eðlis rendurnar geta verið, en breytingar á eða undir nöglum geta verið vegna kalkbreytinga, sýkingar, sjúkdóma eða mar. í sumum tilfellum getur það verið merki um súrefnisskort en þá fylgir einnig bólga í kringum fingurgóma og þeir afmyndast, kallast clubbing, en slíkt ástand er fremur sjaldgjæft.

Endilega fylgstu með þessu, ef breytingar verða að leita frekari ráðleggingar á heilsugæslustöð.

Gangi þér vel,

Rakel Ösp Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur