Risvandamál í kynlífi

Er 21 árs og hef verið að glíma við þetta frekar lengi. Alltaf þegar ég fer að stunda kynlíf þá næ ég honum ekki upp. Horfi frekar mikið á klám og held að það sé aðalástæðan. Ég sá á netinu eitthvað sem heitir nofap þar sem þú mátt aldrei fróa þér aftur og var að velta því fyrir mér hvort að það sé mælt með því að stunda aldrei sjálfsfróun aftur

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Ég vil vísa HÉR í áður birt svar við svipaðri fyrirspurn sem kemur þér vonandi að gagni. Það að ætla sér að stunda aldrei sjálfsfróun aftur er að öllum líkindum óraunsætt markmið. Klámáhorf er afar líklegur sökudólgur og þar þyrftir þú frekar að skoða hvort þú gætir dregið úr því. Almennt séð er sjálfsfróun eðlileg og heilbrigð hegðun en ef hún yfirtekur hæfni þína til þess að stunda kynlíf með annarri manneskju er klárlega ástæða til þess að leita sér aðstoðar.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur