Samband milli mjólkur og slímmyndunar?

Spurning:
Mig langar að vita hvort læknisfræðirannsóknir hafa sýnt fram á að neysla á mjólkuvörum geti valdið mikilli slímmyndun í efri öndunarvegi hjá fullorðnu fólki. Mér finnst svo mikið um það að fólk sem t.d. á erfitt með að losna við slímmyndun eftir kvef eða af öðrum orsökum er að reyna að lækna það með að hætta neyslu mjólkurvara, en ég hef ekki heyrt röksemdir fyrir því. Með þakklæti G.

Svar:
Komdu sæl G. Svarið er NEI. Líkt og þú hef ég heyrt  fullyrðingar sem þessar. En ég hef hvergi séð niðurstöður rannsókna sem staðfesta að samband sé á milli neyslu mjólkurafurða og slímmyndun í efri öndunarvegi hjá fullorðnu fólki eða að ráðlegt sé að hætta að neyta mjólkurafurða til að losna við slímmyndun eftir kvef.
Kveðja,
Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur