Spurning:
Barnið mitt er að taka tennur og svo virðist vera sem tvær tennurnar séu samvaxnar. Getið þið frætt mig um þetta fyrirbrigði og hvaða þýðingu þetta hefur?
Móðir
Svar:
Samvaxnar eða klofnar barnatennur eru ekki fátíðar. Við samvöxt geta það verið tvær eðlilegar tennur sem runnið hafa saman og er þá einni tönn færra í þeim munni en ella. En einnig kann önnur þeirra að vera aukatönn og er þá fjöldi tannanna eðlilegur. Við klofning verða tennur fleiri en eðlilegt telst. Þessar tennur eyðast og falla sem aðrar tennur í fyllingu tímans og valda sjaldnast stórum vandræðum.Ekki er ætíð allt sem sýnist og þetta ættirðu að láta tannlækni þinn líta á. Búir þú á höfuðborgarsvæðinu ertu einnig velkomin með barnið þitt á tannlæknadeild Háskólans – sími 525-4850Kveðja,Ólafur Höskuldsson, tannlæknir