Sár og sund

Hæhæ,

Dóttir mín fékk lítinn skurð á kinnbeinið fyrir 11 dögum síðan. Hún var að byrja í 1. Bekk og er nú þegar búin að missa af fyrsta sundtímanum, er í lagi að hún fari í sund næst? (Þá verða liðnir 13 dagar síðan að sárið var límt).

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef sárið er orðið þurrt og enginn roði í kringum það þá ætti að veraí lagi fyrir hana að fara í sund. Mikilvægt er þó að fylgjast áfram með því hvort það verði nokkuð rautt, komi þroti í það og hún fari að kvarta.

Gangi ykkur vel,

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir, Hjúkrunarfræðingur.