Sársauki þegar ég kem við hárið á mér hægra megin.

Hvað á ég ég að gera ?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það eru nokkrir þættir sem geta valdið ertingu/sársauka í hársverði eins og flasa, erting eða bólgur í húð, höfuðverkur og vöðvabólga svo eitthvað sé nefnt. Ef það sést ekkert við skoðun í hársverðinum og þetta búið að vera langvarandi vandmál þá ráðlegg ég þér að panta tíma hjá heimilislækni.

Hér má einnig lesa svar við samskonar fyrirspurn. https://doktor.is/fyrirspurn/harsvordur

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.