Seroxat með Naproxen og progynon?

Spurning:

Mig langar að vita hvort í lagi sé að taka Seroxat þegar ég er á Naproxen og Progynon fyrir.

Ps: Hvað er MAO-hemjandi lyf.

Svar:

Ef ekkert annað er að (t.d. nýrna- eða lifrarbilun), en þessi lyf eru að meðhöndla, ætti að vera í góðu lagi að taka Seroxat með Naproxen og Progynon.

MAO-hemjandi lyf eru lyf sem hemja ensím sem heitir Mono Amín Oxídasi (MAO). Þetta ensím er í miðtaugakerfinu og brýtur niður ýmis boðefni heilans eins og t.d. serótónín, dópamín, noradrenalín og fleiri.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur