Spurning:
Mig langar að vita um kosti og galla silfurfyllinga og hvítra plastfyllinga. Tannlæknirinn minn er mjög á móti plastfyllingunum en getur ekki rökstutt það á neinn hátt. Með hverju mælir þú?
Svar:
Of langt má yrði að segja hér alla kosti og galla en hvort um sig á sér sitt afmarkaða notkunarsvið og einnig sín sameiginlegu „gráu svæði“. Svokallað silfuramalgam er ennþá talið henta vel til þess að fylla stórar holur í þeim flötum tanna sem verða fyrir miklu álagi, svo sem við tyggingu – einkum ef fyllingin er lítt áberandi við bros, hlátur, tal og söng. Tannlituð fyllingarefni hafa enn ekki sömu endingu og málmfyllingar að öðru jöfnu. En litarins vegna þykja þær fara betur þar sem vel sést til þeirra svo sem í framtönnum og einnig í smáum holum í jöxlum.
Kveðja,
Ólafur Höskuldsson, sérfræðingur í barnatannlækningum.