siliconkúlur

Góðan daginn

Ég er hrædd um að barnabarnið mitt hafi gleypt eitthvað af litlum siliconkúlum úr tappa af gosvítamíni. Er það hættulegt?
Kveðja,
Áhyggjufull amma

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er erfitt að segja til um þegar lítið er vitað um hvers konar kúlur þetta eru. Þegar við leitumst eftir eitrunareinkennum þá er fyrst og fremst verið að kanna hvort einstaklingur sé með niðurgang, uppköst, magakrampa, öndunarerfiðleika og breytingar á meðvitundarástandi.

Hafir þú enn áhyggjur af barnabarninu þínu hvet ég þig til að hafa samband við Eitrunarmiðstöð Landspítalans, 543-2222

Gangi þér vel,

Lára Kristín

Hjúkrunarfræðingur