Skortur á B-12

1. Er fræðilega mögulegt að einstaklingur með gildin 400 við mælingu á B-12 í blóði geti þjáðst af skorti á þessu ákveðna vítamíni?
2. Er mögulegt að þessi einstaklingur, sem þurfti í einhver ár að fá B-12 í formi sprautugjafar með þriggja mánaða millibili, þurfi þess svo ekki lengur á meðan gildin haldast svona há (þ.e.a.s. 400)?
3. Er mögulegt að þessi sami einstaklingur (93 ára) geti þjáðst af stöðugum niðurgangi (og saurleka) vegna skorts á B-12 vítamíni?
Þess skal getið að umræddi einstaklingur borðar ekki kjöt og fær ekki járntöflur.

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

  1. Venjulega er miðað við mörkin 200pg/mL þegar talað er um verulegan B12 skort og allt milli 200-400pg/mL er skilgreint á mörkunum.
  2. Þetta er spurning sem ég ráðlegg þér að spyrja lækninn sem hefur séð um þennan einstakling. Hann metur það með tilliti til ástand einstaklings, blóðprufum og heilsufarssögu.
  3. Já, þekkt einkenni við B12 skorti eru meðal annars meltingartruflanir, vindverkur og niðurgangur.

Hér: https://doktor.is/lifstill/b12-vitamin er grein um B12 vítamín sem gæti gagnast þér/ykkur.

Kveðja,

Rebekka Ásmundsdóttir,  hjúkrunarfræðingur