slitgigt í baki

hvert er helst að leita vilji maður fá einhverja bót á verkjum og stirðleika vegna slitgigtar í baki ,ég hef verið í sjúkraþjálfun og æfingaprógrami sem mér hefur verið kennt af sjúkraþjálfara en ekkert gengur og eru þetta að verða tvö ár síðan ég varð óvinnufær , mér var sagt að með þjálfun væri hægt að laga þetta en batinn lætur á sér standa og langar mig að leita nýrra leiða .
með fyrirfram þökk kær kveðja

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Best er að ræða þetta við þinn heimilislækni sem mun leiðbeina þér með framhaldið.

Gangi þér vel

Með kveðju,

Bylgja Dís Birkisdóttir

Hjúkrunarfræðingur