smáæðasjúkdómur

tengist ferritin smáæðasjúkdómi

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Járn er tekið úr fæðunni í meltingarveginum. Það járn sem líkaminn þarf ekki að nýta strax er geymt á ferretini próteini inni í frumum. Ýmsir sjúkdómar í meltingavegi s.s. bólgusjúkdómar í þörmum og aðrir sjúkdómar sem trufla frásog geta dregið úr upptöku járns. Það  leiðir til þess að líkaminn þarf að ganga á járnið sem er bundið ferritini eða getur ekki byrgt sig upp af varabirgðum af járni.  Því kemur lækkun á ferretin oft fyrr fram í blóðprufu en lækkun á fríu járni í blóðinu þar sem gengið er á lagerinn (ferretin) til að halda járninu uppi í blóðinu.

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur