Smitleið

Þeir sem búa í fjölbýlishúsum geta þeir smitast af blöðum sem verið er að bera í húsin?

Takk fyrir

 

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Veiran getur lifað á yfirborðsflötum í einhverja klukkustundir.  Hún lifir einkum á köldum sléttum flötum þ.e. málmum.  Það er mjög ólíklegt að hún lifi lengi á dagblöðum og væri mjög líklega dauð á þeim tíma sem líður á milli þess sem blaðið kemur inn um lúguna eða í póstkassa þar til þú nærð í blaðið og eins þarf blaðburðarmaður að vera sýktur og þið komið við blaðið á nákvæmlega sama stað.  Veiran þarf lika að vera í ákveðnu magni til að smita.  Ef þú ert enn óörugg getur þú tekið kápuna frá og geymt í einhvern tíma áður en þú lest hana.

 

Með kveðju

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur