Suð fyrir eyrum

Ágæti viðtakandi. Mig langar að spyrja út í suð fyrir eyrum. Þetta suð er í báðum eyrum og hefur verið að plaga mig undanfarnar vikur. Hvað er til ráða ? Þótt ég reyni að blása í nefið eins og um hellu væri að ræða þá hefur það ekki gengið. Enn er suð. Með góðri kveðju í suði.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Við fengum svipaða fyrirspurn fyrir nokkrum mánuðum síðan, set slóðina með svarinu hér en þetta er mjög ítarlegt svar sem ég vona að geti hjálpað þér. Einnig set ég inn slóð á grein hjá Lyfju hér sem fjallar um suð í eyrum. Annars er margt sem getur valdið þessu og ég ráðlegg þér að leita til heimilislæknis ef þetta lagast ekki.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur