Svartar vatnskendar hægðir

Er eðlilegt ef maður borðar mikið að feitum mat að hafa svartar vatnskendar hægðir?

Góðan dag og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Ég myndi ekki telja augljós tengsl á milli feitrar fæðu og svartra vatnskenndra hægða.

Ef hægðir eru svartar eða hægðir dökkar og tjörukenndar getur það verið vísbending um blæðingu í meltingarvegi.  Bæði ferskt og sýnilegt með berum augum og svo svartar hægðir, sem geta orsakast af blæðingu ofar í meltingarveginum. Mælt er með að allar blæðingar í hægðum séu teknar alvarlega og því myndi ég ráðleggja þér að hitta þinn heimilislækni sem allra fyrst og fara yfir málin.

Gangi þér vel,

Sigríður Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur