Sveppasýking

Góðan daginn.

Er hægt að fá sveppasýkingu á kynfæri í sundi?

sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Sveppasýking er ekki smitandi á milli manna í sundi. Hins vegar skapa rakur og þröngur nærfatnaður eða sundföt kjöraðstæður fyrir vöxt sveppa. Því er mikilvægt að gæta að hreinlæti og þerra vel kynfærasvæði þegar uppúr er komið og klæðast þurrum og hreinum nærfatnaði að loknu sundi eða líkamsrækt.

 

Mig langar einnig til þess að benda þér á þessa grein sem fjallar um sveppasýkingar á kynfærum –  https://doktor.is/sjukdomur/sveppasyking

Gangi þér vel

Auðna Margrét Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur