sveppasýking í nögl á hendi.

Er hægt að kaupa lyf án lysseðill.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Já það er hægt að kaupa lyf án lyfseðils við sveppasýkingu í nögl. Það er svona eins og naglalakk sem er borið á nöglina en það er löng meðferð. Það er gott að spyrja um lyf við þessu þegar komið er í apótek, þau sem vinna þar eru mjög fróð um þessa hluti.

Einnig er hægt að hafa samband við lækni og fá lyf í töfluformi sem virka á styttri tíma.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur