svimi

Mig svimar þegar ég sní mér í rúminu.

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það eru ótal ástæður sem geta valdið svima. Svimi er nokkuð algengur en óþægilegur. Líklegast finnst mér að þetta sé svo kallaður stöðusvimi en þú getur lesið þér meira til hann í þessari grein hér sem Erlingur Hugi læknir skrifaði. Aðrar mögulegar orsakir eru: vöðvabólga, bólgur eða sýking í innra eyra, álag eða andleg vanlíðan.

Bylgja hjúkrunarfræðingur fékk svipaða fyrirspurn um daginn og svarið getur þú skoðað hér.

 

Ef þessar mögulegu orsakir er eitthvað sem þú kannast við getur reynt að vinna í því sjálf/ur en ef ekki þá skaltu hafa samband við heimilislækni.

 

Gangi þér vel,

 

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur