Svimi

Af hverju stafar svimi

Sæl/ll og takk fyrir fyryirspurnina

Svimi er eitt af þeim einkennum sem getur átt sér ótal ástæður og því ómögulegt að segja til um ástæður án þess að fá frekari upplýsingar, skoðun og mat.

Dæmi um ástæður eru blóðsykurfall ( þú ert ekki að borða vel), súrefnisskortur (eitthvað truflar önun eða blóðflæði til höfuðs, td járnskortur), vöðvabólga, bólgur í taugum, of hár blóðþrýstingur, svefnleysi og kristallar í eyrum svo eitthvað sé nefnt en listinn er miklu lengri.

Þú skalt ráðfæra þig við lækni ef vandamálið er viðvarandi

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur