Svimi og verkru í hálsi

Daginn.

ég er 39 ára karlmaður. Ég hef yfirleitt verið frekar hraustur og ágætlega á mig kominn en undanfarið hef ég verið að finna fyrir svima og smá verk í hálsinu sem kemur svona einsog hjartsláttur. Þetta gerist oftast þegar ég geng upp stiga eða þá að ég er að taka eitthvað á. Er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Með svona einkenni er réttast að leita til læknis til að útiloka að þetta tengist ekki hjarta- og  æðakerfi. Hér er líka gott að hafa fjölskyldusögu, er þekkt hjartasaga í ætt og er blóðþýrstingsvandamál til staðar. Svimi getur líka stafað t.d. af álgi og vökvaskorti en þar sem þú færð einkenni við áreynslu er gott að skoða þetta frekar.

Gangi þér/ykkur vel.

Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.