Sykursíki 2.

Ég er með sykursíki 2 og var sett nýlega á ozempik sem ég sprauta mig með einu sinni í viku sykurinn er alltaf mikið of hár fer aldrei niður fyrir 10 og er oft mikið hærri .. Ætli sé í lagi að sprauta sig aukaskammt sjá hvað gerist þetta er ekki insólín sprauta.. Ég er á pensilíni núna hækkar sykurinn við það???

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt ekki sprauta þig með aukaskammti án þess að ráðfæra þig við lækninn þinn. Hann þarf að hafa hönd í bagga með að stilla sykurinn þinn betur af.

Vissulega getur sykurinn verið hærri í veikindum.  Það er líklega veikindanna vegna frekar en af völdum sýklalyfjanna sjálfra svo þú skalt klárlega halda áfram á þeim.

Fáðu meiri ráðgjöf og aðstoð hjá lækninum þínum til þess að ná tökum á þessum vanda

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur