Tíðahringurinn

Hallo
Ég er á diane mate pilluni og hef verið á henni í rúmlega ár og ekkert vesen en nuna var ég að taka 2 spjöld í röð í fyrsta skipti (einungis til að vera ekki a blæðingum erlendis) en það sem gerðist var að ég fór samt að túr strax þegar ég byrjaði á spjaldi 2 og út allt spjaldið sem sagt 21 daga og blóðið var alls ekki mikið en fremur dökkt. Svo þegar ég tók pásu eftir spjald 2 þá hélt túrinn áfram en breyttist bara í köggla eða slím og mjög mikið af þvi, ég er með mjög mikla verki neðst í maganum og ég veit ekkert hvað þetta getur verið.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Mögulega er pillan sem þú ert á ekki nægilega öflug til þess að sporna alveg við því að þú farir á túr.

Ástæðan fyrir því að blóðið var dökkt er líklega vegna þess að þetta er „gamalt“ blóð eða svo lítil blæðing að þegar hún kemur loks niður er það ekki lengur ferskt.

Þegar maður sleppir svo einum tíðahring má gera ráð fyrir að næst túr verði meiri/öflugri.

Ef verkirnir lagast ekki á 2.til 3. degi skaltu ráðfæra þig við lækni

Gangi þér vel