Spurning:
Hvernig aðgerð er klipping á tunguhaft? Kostar hún svæfingu, er hætta á blæðingu, er mikill sársauki í kjölfarið? Er þetta trúlega nauðsynlegt til að viðkomandi geti myndað rétt R-hljóð? Eru slíkar aðgerðir síður gerðar þegar börn eru komin á fimmta ár þegar tunguhaft uppgötvast?
Svar:
Lengja má tunguhaft með skurðaðgerð á nánast hvaða aldri sem er krefji þörf. Sú þörf er þó fremur fátíð. Geti börn komið tungubroddinum fram á bitkannt framtanna neðri góms eiga þau jafnan ekki við að stríða neina málhelti sem rekja mætti til tunguhafts. Nokkur blæðing og einhver sársauki fylgja öllum skurðaðgerðum. Þessi aðgerð þarf ekki að kosta svæfingu. Rétt væri að ráðfæra sig við talmeinafræðing áður en ráðist er í slíka aðgerð.Kveðja,Ólafur Höskuldsson, tannlæknir