Tvíburabróðir

Fyrirspurn:

Hæhæ, ég á við eitt rosalega óþolandi vandamál að stríða og því búin að fá það 2x sinnum og er að fá það nú i 3. skiptið og það er hinn svo kallaði Tvíburabróðir. þegar ég fekk hann síðast var mér neitað um aðgerð þó ég hafi leitað til ýmissa lækna og núna er mér bara ekki farið að standa á sama og langar hreinlega bara að komast í aðgerð og hætta með þetta vesen. getur þú eitthvað sagt mér til um hvort ég geti farið framm á aðgerð í þessu tilefni? Svo eru skurðlæknar sem ég hef heyrt að þeir geri þessa aðgerð ekki undir neinum kringumstæðum á meðan tvíburabróðirinn er, þeir gera ekki aðgerð fyrr en þetta er gróið? Er eitthvað satt í því ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Tvíburabróðir er í raun ástand sem gefur frá sér einkenni þegar sýking er en er þess á milli einkennalaus.

Oft er ekki ráðlegt að gera aðgerð þegar sýking er í gangi vegna hættu á að hún geti borist út í blóðrás og valdið enn meiri vandræðum en stundum þarf að gera aðgerð til að hleypa sýkingunni út.

Venjulega geta heimilislæknar meðhöndlað slíkt en annars eru það almennir skurðlæknar sem skera.

Meta þarf í hvert skipti fyrir sig hvað best er að gera hverju sinni.

Ég set hér með tengil á grein um Tvíburabróður sem ég hvet þig til að lesa og hafðu svo samband við lækni í framhaldinu.

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða