Spurning:
Góðan dag,Var á síðunni ykkar sem er mjög góð. Ég var settur á lyf sem ég ætlaði að leita upplýsinga um á síðunni hjá ykkur en finn þau ekki þar. Lyfið heitir BETAPRED 0,5mg (Betametason). Veit að um steralyf er að ræða en ætlaði að fræaðst frekar um það. Bestu þakkir.
Svar:
Betapred er ekki á markaði hér á landi. Því eru engar upplýsingar um það á Doktor.is. Þú hefur væntanlega fengið það samkvæmt sérstakri undanþágu sem læknirinn hefur sótt um. Það er rétt hjá þér að lyfið Betapred inniheldur barkstera. Þessi barksteri heitir betametasón. Verkun þess og aukaverkanir eru svipaðar og fyrir önnur skyld lyf. Þetta lyf er á markaði hér sem stungulyf undir nafninu Betnesol. Þú getur lesið þér til um lyfið þar. Einnig má benda á lyfið Prednisólón LÍ, sem einnig er barksteri til inntöku. Verkun þess og aukaverkanir eru svipaðar og fyrir Betapred.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur