Útbrot

Getur verið að notkun á handspritti eins og því sem hefur verið mikið notað núna geti valdið ofnæmi sem lýsir sér í útbrotum .?

Svar:

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Handspritt getur þurrkað húðina upp, sem getur leitt til þess að húðin skorpni og þú fáir exem. Það er mikilvægt að vera vakandi fyrir því að ef hendurnar fara að vera þurrar að nota handaáburð eftir handþvott og eftir að hafa notað spritt.

Útbrot er ekki algengt í kjölfar tíðs handþvottar eða eftir sprittnotkun.

Ég mæli með að þú látir lækni kíkja á þessi útbrot ef þau lagast ekki fljótt.

Hér getur þú lesið þig til um handaexem.

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir