Varta eða bóla upp í góm með smá verkjum

Daginn, ég leit yfir fyrirspurninar en sá ekkert líkt þessu. Allavega, eftir helgina núna síðast (það var drukkið og reykt svolítið) fór ég að taka eftir verk uppi í vinstra góm. Og það myndaðist lítil varta / bóla fyrir ofan tönnina – eiginlega langt fyrir ofan að mínu mati. En það fylgir þessu verkur beint niður í tönn, hinar tennurnar sleppa.

Ég hef fengið þetta áður einhvetíman en ég man ekki hvað ég gerði í málinu, mig minnir samt að þetta hafi fjarað út með tímanum.

Hvað gæti þetta verið?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Erfitt er að segja til hvað sé að angra þig útfrá þessari lýsingu en mér dettur þó helst í hug að um munnangur sé að ræða. Í Íðorðasafni lækna er munnangur skilgreint sem sársaukafullt sár í munni með hvítri áferð, af óþekktum uppruna. Ef miklir verkir eru í sárinu/bólunni myndi ég ráðleggja þér að leita til þíns heimilislæknis og ef þessu fylgja verkir í tönn myndi ég leita til tannlæknis.

með kveðju,

Sigrún Inga Gunnarsdóttir
Hjúkrunarfræðingur