Vatnskennt sæði

Góðan dag er að velta fyrir mér sambandi með sæði það er frekar vatnskennd og ekkert hvít í því einsog það var er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af, gæti ég verið ófrjósamur?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Sæði getur verið mismunandi útlits, það fer að vissu leyti eftir magni sáðfrumna og sáðvökva en það ætti í flestum tilvikum að vera glærleitt til hvítt.

Að öðru leyti vil ég vísa í áður birt svar af doktor.is við svipaðri fyrirspurn hér 

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur