Vefjagigtargreining

Hef verið greindur með vefjagigt sem er ì raun ekki beint viðurkennt syndrome. Hvaða sjùkdòmar eru oft ruglaðir saman við vefjagigt? Getur það verið Lyme sjùkdòmur eða MS?

Góðan dag og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Árið 1993 var vefjagigt formlega skilgreind sem heilkenni af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (the World Health Organisation, WHO). Á undanförnum árum hafa verið gerðar ótal rannsóknir á vefjagigt sem hafa leitt í ljós truflun í starfsemi margra líffærakerfa, þar á meðal tauga- og hormónakerfi líkamans, ósjálfráða taugakerfinu og truflun á framleiðslu hormóna.

Svefntruflanir sem eru eitt af höfuðeinkennum vefjagigtar eru taldar orsakaþáttur fyrir mörgum einkennum einkum þreytu og stoðkerfisverkjum.

Ekki er hægt að greina eða staðfesta að um vefjagigtarheilkennið sé að ræða með hefðbundnum blóðrannsóknum. Í byrjun er þó nauðsynlegt að gera ýmsar rannsóknir til að útiloka aðra sjúkdóma sem hafa svipuð einkenni og vefjagigt.

Sú aðferð sem mest er notuð til að staðfesta að um vefjagigt sé að ræða er greiningaraðferð sem félag bandarískra gigtlækna gaf út en sú greining byggir á að sjúklingur sé að öllum líkindum með vefjagigt hafi hann útbreidda verki í að minnsta kosti 3 mánuði og sé aumur í minnst 11 af 18 skilgreindum kvikupunktum.

Hægt er að finna góðar upplýsingar um vefjagigt á vefjagikt.is og einnig á vef gigtarfélagsins. Einnig er grein hér af doktor.is um vefjagigt

Ég ráðlegg þér að ræða við þinn gigtarlækni um greininguna þína og þá meðferð sem hentar þér.

Gangi þér vel,

Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur