Veirusmit í lungum

Hvað er meðgöngutími veirusmits langur og hvenær/eftir hve langan tíma er fólk ekki lengur smitberar?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Veirusmit gengur yfirleitt yfir á nokkrum dögum upp í viku til 10 daga. Það fer mjög mikið eftir hversu sterkt ónæmiskerfi einstaklings er. Það getur tekið frá einni upp í þrjár vikur að jafna þig að fullu eftir svona veirusýkingu, jafnvel lengur ef þú ert með veikt ónæmiskerfi. Ef þetta er að ágerast mikið lengur, er ráðlagt að leita til læknis.
Sýklalyf virka ekki á veirusýkingar, en stundum eru gefin lyf sem minnka eða hjálpa til við einkennin, eins og til dæmis verkjalyf og innúðalyf.

Fólk er ekki lengur smitberar þegar hitinn hefur lækkað niður í eðlilegt hitastig, og þegar slím er hætt að koma með hóstanum og einstaklingnum er farið að líða vel.

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur