Verkir!

Góðan daginn! Er með stöðuga verki í öllum líkamanum. Er samt ekki með höfuðverk, en þetta er aðallega í útlimum. Hef aldrei upplifað þetta og skil ekki hvað er að gerast! Vonast til að fá einhver svör, eða hugmyndir um hvað gæri verið að.

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er illmögulegt að átta sig á hvað hér getur verið á ferðinni án þess að skoða þig og fá hjá þér ítarlegri upplýsingar.

Ég hvet þig til að leita læknisaðstoðar ef þetta gengur ekki yfir.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur.