Verkir við samfarir þegar egglos er

Spurning:

Sæll.

Ég er 25 ára og ég fæ svo mikla verki við samfarir þegar ég hef egglos. Þeir standa frá einni viku og allt uppí tvær vikur. Þetta er búið að vera svona í 2 mánuði. Læknirinn sem ég talaði við sagði bara að ég ætti að fara á pilluna til þess að verkirnir hættu, en málið er að við maðurinn minn erum að reyna að eignast barn og við viljum ekki að ég sé á pillunni. Er það eðlilegt að fá svona verki við samfarir á meðan egglosinu stendur?

Svar:

Sæl.

Það er ekki eðlilegt að hafa verki, en því miður oft algengt og stundum illt að ráða bót á því. Eitt ráðið er að taka pillu, sem ekki hentar í þínu tilfelli. Því mæli ég með frekari rannsókn á þér, ef þér gengur ekki hratt og vel að verða þunguð, (þ.e. innan 3-4 mánaða eða þar um bil).

Bestu kveðjur,
Arnar Hauksson dr. med.