Verkjatöflur með Roaccutan?

Spurning:

Mig langar að vita hvort taka megi inn höfuðverkjatöflur við höfuðverk sem er tilkominn vegna aukaverkana lyfsins Roaccutan. Þekkir þú lyf sem heitir Excedrin migraine og er selt í bandaríkjunum? Ég hef stundum tekið það þ.e áður en ég byrjaði að taka inn Roaccutan það virkar mjög vel á höfuðverki en ég þori ekki að taka neitt inn nema að vita að það sé í lagi.

Með von um svar

Bestu kveðjur

Svar:

Excedrin er til í nokkrum útfærslum en það sem er tekið við verkjum inniheldur parasetamól og koffein og er það til með og án aspiríns. Það er allt í lagi að taka slík verkjalyf með Roaccutan.

Með kveðju,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur