Verkur fyrir brjósti

Fyrirspurn:

Sæl(l) langaði að koma með eina fyrirspurn. Undanfarnar vikur hef ég verið með smá seiðing niður vinstri handlegg og fyrir ofan brjóstið eins er eins og ég finni öðru hverju fyrir eins og ég sé að fá hálsbólgu, þetta er mjög hvimleitt og pirrandi einnig hef ég verið miklu þróttminni en venjulega. Ég á blóðþrýstingsmæli og hef mælt mig reglulega og hef þá verið með svona ca 50-60 í neðri mörkum en svona 100-110 í efri og þetta er bara eins og ég hef alltaf verið. En núna er ég alltaf með 75-80 í neðri og 110-130 í efri. Ég var bara að spá hvort þetta væri eðlilegt og hvort að vöðvabólga gæti valdið þessu

Með kveðju

Aldur:

51

Sæl(l) og takk fyrir fyrirspurnina

Ég vil hvetja þig til að fara sem fyrst til læknis og lýsa vel þessum einkennum fyrir honum. þetta getur vissulega verið merki um vöðvabólgu en einnig einkenni frá hjarta sem ég tel nauðsynlegt fyrir þig að fá botn í.  Blóðþrýstingurinn er innan eðlilegra marka en hækkandi fyrir þig og getur það verið merki um stress eða verki (þér líður illa og þá hækkar blóðþrýstingurinn).

Endilega farðu láttu ganga úr skugga um að allt sé í lagi með hjartað.

Meðfylgjandi eru tenglar á greinar hér og hér sem ég hvet þig til að lesa.

Gangi þér vel.

Guðrún Gyða Hauksdóttir

Hjúkrunarfræðingur