Spurning:
Ég er með stöðuga verki í hægra hné og á læri framanverðu og á kálfa aftanverðu, fór fyrir nokkrum árum í bakaðgerð, var með of þröng mænugöng og var skorinn tvisvar með árs millibili. Er mjög stirð í baki og er að velta fyrir mér hvort að þessir verkir séu út af baki eða hvort að það sé eitthvað annað það skal tekið fram að ég reyki og tek inn þvagræsilyf.
Svar:
Það er svolítið erfitt að segja til um hvaðan þessir verkir þínir koma án þess að skoða þig. Verkur í ganglim getur komið frá baki, en þessir verkir þínir koma þá frá fleiri en einni taugarót. Verkirnir geta líka komið frá vöðvum í rasskinn, eða jafnvel frá vöðvum framan og aftan á læri. Ekki er ólíklegt að hér sé um nokkra samverkandi þætti að ræða. Það er ekki óalgengt að verkir valdi því að fólk fari að beita sér vitlaust, standa í röngum stöðum og jafnvel að ganga verði óeðlileg. Þú skalt endilega að fara til læknis með þessi einkenni þín og í framhaldi að því að fara í sjúkrþjálfun.
Með kveðju,
Sigrún Baldursdóttir, sjúkraþjálfari.
Sjúkraþjálfun Styrkur