Verður sáðlát eftir ófrjósemisaðgerð?

Spurning:
Er löng bið eftir ófrjósemisaðgerð? Hættir maður að hafa sáðlát eftir svona aðgerð?

Með þökk.

Svar:
Komdu sæll.
Eftir ófrjósemisaðgerð verður engin merkjanleg breyting á sáðlátum og sæðið kemur áfram út rétta leið en án sæðisfrumna sem aftur eru einungis nokkur prósent af heildarmagni sæðisvökvans. Upplifunin er hin sama, engin breyting verður á fullnægingu.

Bestu kveðjur,
Valur Þór Marteinsson