Er með mjög viðkvæman kóng og alltaf þegar ég kem við hann fæ ég óþægindi og þetta hefur haft mikil áhrif andlega og í samlífinu. Ég er búinn að kljást við þetta síðan fæðingu.
Ég var með phimosis en er ekki með það lengur og er einnig öruggur á því að þetta er ekki kynsjúkdómur vegna að ég nota alltaf smokk í samlífi og ég er líka viss um að þetta sé ekki sveppasýking þar sem að ég er ekki með hvíta skán eða neitt svoleiðis. Fór til þvagfæraskurðlæknis sem sagði að kóngurinn lítur ekkert óvenjulega út og lét mig hafa dermovat til að setja á kónginn en mér finnst það ekki virka.
Hvað er ég með og hvað get ég gert í þessu?
Sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Ef þú ert búinn að leita þér aðstoðar sérfræðinga og fá úrskurð um að „ekkert sé að“ sem læknir getur aðstoðað þig með, þá er spurning hvort kynlífsráðgjafi geti komið þér til aðstoðar. Ég set tengil á leiðbeiningar frá heilsugæslunni HÉR en bæði læknar og hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar geta vísað þér í kynlífsráðgjöf hjá sjálfstætt starfandi kynlífsráðgjöfum og í kynlífsráðgjöf hjá Landspítalanum.
Þú getur líka leitað sjálfur til sjálfstætt starfandi kynlífsráðgjafa og sérmenntaðra sálfræðinga vegna kynlífsvanda og finnur þá á veraldarvefnum.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur