Hvað er einhverfuróf?

Athugið: Hér er talað um einhverf börn en margt af því sem nefnt er á einnig við ungmenni og fullorðna á einhverfurófi.

Birtingarform einhverfu geta verið mörg. Einhverfurófið er því mjög margbreytilegt.

Barn sem fær staðfestingu á einhverfurófi gæti átt við áskoranir að etja á þremur sviðum:

  • Færni til að taka þátt í félagslegum samskiptum
  • Færni í máli og tjáskiptum
  • Áráttukennda hegðun

Mikill munur getur verið á því hvernig þetta kemur  fram hjá hverju barni fyrir sig. Algengustu áskoranir einhverfurófs á barnsaldri tengjast félagslegum samskiptum en getur einnig komið fram í bókstaflegri hugsun sem auðvelt væri að túlka sem „ósveigjanlega“.

Þær samfélagslegu áskoranir sem einhverfir á barnsaldri upplifa eru margar og miskrefjandi. Mál og tjáskipti geta falist í að tala ekki neitt en einnig í að tala mjög mikið og af miklum ákafa um áhugamál sín.

Einhverfir skynjar veröldina á annan hátt en það þarf ekki að þýða að það sé röng skynjun eða skaðleg á neinn hátt heldur er það eingöngu þeirra sýn, skynjun og skilningur á sínu nánasta umhverfi.

Með því að vera vel upplýst/ur og meðvituð/aður um um þessa upplifun og skynjun einhverfs barns í einhverfri veröld getur þú haft jákvæð, eflandi og styrkjandi áhrif á umhverfi dóttur, sonar þíns og með því haft mikil og varanleg áhrif á lífsgæði og getu til að takast á við þær mörgu áskoranir sem veröld þeirra sem ekki eru einhverfir gætu lagt á hann/hana.

Félagsleg samskipti

Einhverfur sonur/dóttir gæti átt í erfliðleikum með og átt það til að virka:

  • ofvirk/ur og/eða vanvirk/ur.
  • athafnasamur/söm á þann hátt sem gæti verið út fyrir það sem fellur undir og er almennt samþykkt sem „eðlilegt“.
  • viðkvæm/ur fyrir nálægð annarra.
  • Áhugalaus.
  • kvíðin/n.

Þáttaka barna á einhverfurrófi gæti verið á öðrum forsendum en þeirra sem ekki er einhverf:

  • Minni áhugi á að skiptast á og deila með öðrum.
  • að upplifa sig ekki sem hluta af heild og að taka til sín það sem sagt er yfir hóp, t.d. í kennslustundum
  • Lítill áhugi fyrir samvinnu og hugsanlega erfitt með að meðtaka það sem aðrir hafa til málanna að leggja, að skilja eigið hlutverk og hefur þörf fyrir að hafa áhrif á það umhverfi sem það er í hverju sinni.
  • Skilningur á félagslegum venjum getur verið takmarkaður og útfrá því gætu sonur þinn eða dóttir átt erfiðara en aðrir með laga sig að því og leikreglunum. (falla inní hópinn)
  • að bregðast við þrýstingi jafnaldra og að vita hvenær verið er að spila með það eða misnota á einhvern hátt.
  • að skilja fyrirætlanir annarra.
  • að skilja þarfir annarra, tilfinningar og hugsanir án orða.
  • að hefja félagsleg samskipti.
  • að taka þátt og spinna upp leik með öðrum
  • að samhryggjast eða gleðjast með öðrum án þess að vera sagt frá atburðum.
  • félagslegar rökræður vegna þess að hann eða hún er upptekin af smáatriðum sem gæti hindrað sýn á heildarmyndina.
  • samskipti við jafnaldra. Mjög algengt er að einhverfum börnum gangi mun betur í umgengni við þá, sem eru eldri eða yngri.

 Mál og tjáskipti (boðskipti)

Börn á einhverfurófi hafa oft sín sérkenni sem geta birtst í að:

  • Nota boðskipti sem þeir sem eru ekki einhverfir gætu átt erfitt með að skilja.
  • Haft minni skilning á tilgangi, mætti og áhrifa boðskipta.
  • Notar líkamstjáningu og svipbrigði á annan hátt (meiri eða lítil) og ekki áttað sig á eða séð þessa þætti og túlkað í fari annarra.
  • Haft lítið eða ekkert augnsamband, sem ekki gefur til kynna félagslega gagnkvæmni. En þetta er alls ekki algilt, eingöngu algengt.
  • Þótt óþægilegt að horfast í augu við aðra (augnsamband)
  • Ekki vitað hvernig á að byrja, viðhalda og ljúka samtali og ekki áttað sig á hvað eru of litlar eða of miklar upplýsingar miðað við aðstæður.
  • Haft talanda eða tónfall sem gæti virkað óvenjulegt fyrir marga, t.d. talað í sömu tóntegund, of hátt eða of lágt
  • Talað mjög formlega
  • Notað orð á þann hátt sem gæti virkað óvenulegur og orðaforði, oft undir sterkum áhrifum af áköfum áhugmálum.
  • Talað í frösum eða verið með bergmálstal
  • Átt erfitt með að nota fornöfn og því endurtekið það sem aðrir segja t.d.: Vilt þú fá mjólk, þegar það meinar: Ég vil fá mjólk
  • Haft tilhneigingu til að nota lærða frasa í samtölum (hugsanlega úr teiknimyndum eða auglýsingum), sem stundum hafa þau áhrif að hann eða hún virðist skilja meira en gæti gert.
  • Átt erfitt með að spyrja spurninga og fara eftir leiðbeiningum

Það getur verið að barnið:

  • Hafi aðeins samskipti til að fá þörfum sínum fullnægt
  • Tali um hluti en ekki tilfinningar eða hugmyndir
  • Þurfi tíma til að vinna úr munnlegum upplýsingum og svari seinna en venjan er
  • Skilji ekki/hafa ekki jafna þörf á að deila upplýsingum

Sérkennileg og árattukennd hegðun

Einhverf börn:

  • Sjá minni tilgang í að taka þátt í öðru en því sem tengist áhuga
  • Óskipulagðar og óvæntar breytingar mjög erfiðar, skapa oft mikla óvissu sem birtist ótta, skelfingu/hræðslu og miklum kvíða hjá honum eða henni.
  • Haft óvenju öflugt ímyndunarafl og átt erfiðara með að greina á milli ímyndunar og raunveruleika
  • Fundið upp sinn eigin ímyndunarheim, sem getur verið takmarkaður og áráttukenndur
  • Haft fullkomnunaráráttu og hann/hún verið ófær um að tapa eða viðurkenna eigin mistök
  • Átt í erfiðleikum með að eiga sérstök áhugamál sem veita ánægju og slökun
  • Eiinnig gæti hann eða hún verið lengur að byrja að tala, skrifa og lesa

Mörg einhverf börn:

  • Eru ofur viðkvæm fyrir áreiti umhverfisins og viðbrögð þeirra oft rangtúlkuð/misskilnin útfrá félagslegu samhengi sem „slæm hegðun“.
  • Tilfinningaviðbrögð sem þykja óviðeigandi svo sem að hlæja þegar einhver grætur. (Skilningur)
  • Hafa lítið innsæi á og skilja ekki eigin tilfinningar og eiga þarf með afar erfitt með að túlka og skilja hjá öðrum.
  • Geta virst sjálflæg eða dónaleg án þess að vita af því.
  • Endurtaka líkamshreyfingar svo sem að snúa sér eða blaka höndum.
  • Hafa ósjálfráða vöðvakippi.
  • Hugfangin af skynjunaráreitum svo sem hjólum sem snúast, þræði sem snúið er upp á og fleira.
  • Verða skelfingu lostin og uppifa mikinn ótta við óvæntan og mikinn eða sérstakan hávaða eða breytingar í umhverfinu
  • Sækja í líkamlega snertingu á eigin forsendum.
  • Þurfa stundum að staðsetja sig (ná áttum) með því að slá á veggi eða húsgögn
  • Að að standa í röð getur verið krefjandi.
  • Bregðast ekki við eða sýna ýkt viðbrögð við sársauka
  • Eru viðkvæm fyrir áferð fæðu og vilja hafa hverja tegund aðskilda.
  • Eiga í vanda með salernisþjálfun.
  • Bókstaflegur skilningur á máli, átta sig ekki á duldum meiningum. Til dæmis þegar hann eða hún heyrir: „Farðu og spurðu mömmu hvort hún vilji kaffisopa“. Það er mögueliki á að hann eða hún fari og spyrji en kemur ekki til baka með svarið.
  • Eigi í erfiðleikum með að muna og fylgja eftir margþrepa skilaboðum séu þau ekki nægilega vel sett fram.
  • Það að heilsa fólki á þann hátt sem þykir sjálfsagt og samþykkt í félagslegu samspili ekki það sem kemur af sjálfu sér á sama hátt og hjá þeim sem ekki eru einhverfir.
  • Geta ekki beint athyglinni að einni rödd þegar annar hávaði (áreiti) eða raddir eru í sama unhverfi eða í bakgrunni
  • Skilji ekki þörfina á að svara nafni sínu.

Styrkleikar

Þrátt fyrir allar þær félagslegu áskoranir sem samfélagið leggur á einhverfa son þinn eða dóttur þá eru oft mjög margir og öflugir styrkleikar sem nýtast þeim í námi og leik.

Börn á einhverfurófi:

  • Stundum sérgáfur á ýsmsum sviðum sem býður uppá mikla færni, t.d. í tónlist, myndlist tungumálum eða stærðfræði svo fátt eitt sé nefnt.
  • Mjög gott sjónminni algengt.
  • Halda áfram að læra og þróa færni langt fram á fullorðinsár einsog fólk almennt.
  • Hafa gaman af fyndni (stundum „svartur“húmor) einsog aðrir.
  • Hafa ánægju af rútínu sem veitir jafnframt öryggiskend.
  • Hæfileikar og færni við hugðarefni sín oft vel yfir meðallagi.

Afar ólíklegt er að öll einhverf börn sýni eða þrói með sér alla þá eiginleika  sem nefndir hefur verið hér að framan. Algengt er að áskoranirnar minnki/verði auðveldari ef hann eða hún fær aðstoð og stuðning sem er aðlöguð að þörfum hans eða hennar einsog hægt er og einnig með þroskaferlinu. Skilningur er afar mikilvægur í þessu ferli einsog í lífinu í heild.

Efnið er fengið af síðu Einhverfusamtakanna og birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra

Höfundur greinar