Fencýklídín (PCP – „englaryk“)

Fencýklídín (PCP – „englaryk“)

Fencýklídín er stundum talið til lýsergíðlíkra efna. Verkanir þess eru þó margbreytilegri en svo að það geti talist réttlætanlegt. Fencýklídín eða „englaryk“ hefur verið notað sem vímugjafi. Notkun þess hefur þó alltaf verið sveiflukennd og það hefur ekki sést hér á markaði í fjölda ára. Er það ekki síst vegna þess að neysla þess, jafnvel í fáein skipti, getur leitt til langvarandi breytinga á geðhöfn manna og í versta falli til sjúklegra breytinga eða geðveiki er minnir á geðklofa. Raunar er ekki unnt í tilraunum að framkalla ástand eins líkt geðklofa með nokkru öðru efni. Fencýklídíni er oftast úðað á maríhúana eða tóbak og reykt í sígarettu.

Höfundur greinar