Fimm mikilvæg atriði til að koma í veg fyrir kulnun

Svefninn

Svefn er mikilvægur eðlilegri líkamsstarfsemi og góðri heilsu. Svefnleysi getur valdið vanlíðan og þreytu á daginn og langvarandi svefnleysi eykur hættuna á ýmsum kvillum og geðrænum vandamálum.  Svefnleysi dregur úr hæfni til að takast á við vandamál, truflar einbeitingu, minni og rökhugsun.

Streita er algengasta orsök svefntruflana. Áfengi og koffín hafa óæskileg áhrif á svefn og svefngæði. Sama gildir um óreglulegan svefntíma og líkamlega áreynslu stuttu fyrir svefn. Ýmsir líkamlegir þættir eins og verkir í stoðkerfi geta einnig haft áhrif á gæði svefns.
Kæfisvefn einkennist af hrotum og tímabundinni stöðvun öndunar og veldur lélegum svefngæðum og þar af leiðandi þreytu og syfju yfir daginn.  Þeir sem eru of feitir eiga frekar á hættu að fá kæfisvefn.

Mörg lyf hafa aukaverkanir sem geta truflað svefn. Ef þú átt erfitt með svefn þarf að athuga hvort lyf sem þú tekur geti verið orsakavaldur.

Í mörgum tilfellum er hægt að bæta svefn með breytingum á lífsstíl. Almennt er ágætt að byrja á að passa að þú fáir minnst 8 klukkustunda svefn á hverri nóttu og að svefntíminn sé reglulegur – alltaf á sama tíma sólarhringsins. Þetta gildir líka um helgar.Ráðlegt er að hafa samband við lækni við viðvarandi svefntruflunum. Læknirinn getur aðstoðað við að finna orsakir svefnleysisins og við að finna úrræði við hæfi.

Gerðu vinnuna betri

Skipuleggðu vinnuna og ekki taka að þér of mörg verkefni eða verkefni sem þú ræður ekki við. Deildu með þér verkum. Reyndu að finna tilgang í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Hafðu vinnuaðstöðuna þægilega og vistlega.

Hreyfðu þig daglega

Það er mikilvægt að fara út fyrir hússins dyr og njóta dagsbirtu á hverjum degi, sérstaklega í skammdeginu.

Skjátíminn

Tölvan og síminn geta truflað mann meira en maður tekur eftir. Það getur reynst vel að skipuleggja pásur frá skjánum á hverjum degi.

Hlúðu að undirstöðunum

Mundu eftir því sem skiptir þig mestu máli í lífinu og taktu frá tíma til að vera með  ástvinum þínum og vinum eða til að sinna áhugamálum þínum.

Höfundur greinar