Hvers vegna þarf tvær sprautur til þess að mynda ónæmi við Covid 19?

Flestum okkar er illa við sprautur og vildum gjarnan láta eina sprautu duga rétt eins og þegar verið er að sprauta við inflúensunni. En ástæðan fyrir því að það þarf tvær sprautur með ákveðnu millibili er í raun einföld. Fyrsti skammturinn er til þess að hvetja ónæmiskerfið til þess að mynda ónæmissvar  gegn veirunni og sá seinni styrkir svarið og festir það í sessi svo ónæmissvarið verði langvarandi.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að bóluefnin sem nú eru leyfi fyrir veiti um 50% vörn u.þ.b. 10 dögum eftir fyrstu sprautuna og sú vörn á svo að vera komin í nánast 95% nokkrum dögum eftir þá seinni.

Það er misjafnt eftir tegund bóluefnisins hve langur tími þarf að líða á milli skammta og mikilvægt að halda sig sem næst þeim tímamörkum.

Það er ekki einsdæmi að það þurfi tvo skammta af bóluefni til þess að fá fullnægjandi vörn.  Ágæt dæmi um það eru bóluefni við lifrabólgu og sumar bólusetningar við barnasjúkdómum.

Það er í raun magnað að komið sé svo vel virkt bóluefni á svo skömmum tíma sem raunin er og hver veit nema að í framtíðinni verði til bóluefni þar sem einn skamtur dugar.

Is More Than One Dose of the COVID-19 Vaccine Necessary? (webmd.com)

 

Höfundur greinar