Markmiðssetning

“Markmiðssetning er farartækið sem flytur þig á drauma áfangastaðinn.“

 Við vitum öll að það að setja sér markmið er gott en gerum okkur kannski ekki grein fyrir því hve mikilvæg þau eru. Markmiðssetning er nauðsynleg því hún getur hjálpað þér að einblína á það sem virkilega skiptir þig máli.

Kostir þess að setja sér markmið

 • Veitir þér stefnu og leiðsögn
 • Hjálpar þér að einblína á það sem skiptir þig máli
 • Gefur þér sýn á framtíðina og veitir þér ákveðna stjórn á lífi þínu
 • Veitir þér hvatningu
 • Eykur sjálfstraust
 • Gefur þér persónulega ánægju og staðfestu
 • Gefur þér tilgang í lífinu

Hér eru fimm skref sem hjálpa þér að komast nær þínu markmiði:

 1. Hugsaðu um þá niðurstöðu sem þú vilt sjá
 2. Notaðu “SMART” hugtakið
 1. Skrifaðu markmiðið niður
 2. Taktu af skarið!
 3. Farðu yfir og settu mat á árangurinn

Til að ná markmiðinu þarftu að hvetja þig áfram, það gerir það enginn fyrir þig. Skipulegðu tíma einu sinni í viku og farðu yfir það sem þú hefur áorkað sem og það sem þú gætir gert betur. Ef þú ert á eftir áætlun gætirðu þurft að lagfæra planið til að ná markmiðinu innan þíns tímaramma.

“Það skiptir ekki máli hvar við erum stödd, heldur í hvaða átt við stefnum. Tækifærin eru út um allt, við þurfum því aðeins vera vakandi fyrir þeim.” – Brian Tracy

Höfundur greinar