Slökun

Er streitan að fara með þig?

Hér á eftir eru fimm einfaldar leiðir til þess að ná fram slökun og vellíðan  á innan við einni mínútu, hvort sem þú ert heima eða í vinnu.

1: Horfðu upp í loft og teldu niður frá 60.

Með því að horfa upp örvar þú ósjálfráða taugakerfið og kallar það fram lækkun á blóðþrýstingi og hægir á öndun. Með því að einbeita þér að því að

telja hægt niður þá nærð þú frekar að hreinsa hugann af stressandi hugsunum.

2: Skrifaðu áhyggjur þínar niður í minnisbók og leggðu það svo til hliðar til morguns.

Að skrifa áhyggjumálin niður og vita að þau verða þar þegar kemur að því að vinna úr þeim getur hjálpað þér við að „gleyma“ þeim á meðan þú reynir að hvílast.

3: Andaðu djúpt tíu sinnum inn um nefið og út um munninn

Djúp öndun hægir á hjartslættinum og róar líkamann. Einbeitu þér að því anda þannig að maginn lyftist upp og niður við það að anda inn og út og þá gleymast áhyggjurnar um stund.

4: Ímyndaðu þér að þú svífir um á skýi og hvað þú myndir sjá.

Stjórnuð ímyndun er afar öflugt tæki til íhugunar sem getur aðstoðað þig við að gleyma stund og stað. Notaðu öll skynfærin og ímyndaðu þér hvað þú heyrir, sérð og hvaða lykt þú finnur á þessum friðsæla stað.

5. Spenntu og slakaðu rólega á vöðvunum til skiptis frá höfði niður í tær.

Líkaminn svarar streitu og álagi með því að spenna vöðva og það getur svo valdið verkjum og óþægindum. Með því að slaka markvisst á vöðvunum er hægt að draga úr vöðvaspennu og andlegum kvíða.

Höfundur greinar