Gerðu greinarmun á því sem þú getur breytt og því sem þú getur ekki haft áhrif á!
Rík ábyrgðarkennd, metnaður og sterk löngun til að standa sig teljast góðir eiginleikar og mannkostir. Slíkri persónugerð fylgja þó oft óþarfa áhyggjur.
Nokkur ráð að styðjast við:
- Reyndu að hafa ekki áhyggjur af öllu.
- Ræddu við þá sem geta tekið ábyrgð á verkefnum með þér eða jafnvel tekið þau alveg að sér. Það er gott að deila ábyrgð með öðrum.
- Sum mál er ekki raunhæft að leysa í skyndingu heldur þarfnast þau langtímaáætlunar.
- Það er stundum auðveldara að gagnrýna og krefja aðra um breytingar en að íhuga hverju maður geti breytt hjá sjálfum sér.
- Ef þú hefur fengið hærri greiðslukortareikning eftir jólin en þú væntir, þá breytir litlu að hafa áhyggjur af því sem liðið er. Litlu stoðar að hafa kvíða og svefnleysi og nagandi áhyggjur. Gerðu frekar áætlun um hvernig leysa megi málið.
- Það er mikilvægt að treysta öðrum til að sjá um sína mál. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af öllum. Þetta gæti líka gilt um unglingana á heimilinu og makann.Streituskólinn
Höfundur greinar
Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og ráðgjafi í forvörnum hjá Streituskólanum-Heilsuvernd.
Allar færslur höfundar